
FYRSTU ÁRIN
Meðferð - ráðgjöf - fræðsla
Þjónustan

Um Fyrstu árin
Hjá Fyrstu árunum er lögð áhersla á meðferðarvinnu með börnum undir grunnskólaaldri og foreldrum þeirra. Með foreldri er átt við foreldri barns, hvernig sem það kom inn í líf barnsins. Meðferðin styður við örugga tengslamyndun barna og ýtir undir skilning og samkennd foreldranna í garð barnanna.
Hvers vegna fyrstu árin?
Þegar barn fæðist vegur heili þess einungis um 25% af endanlegri þyngd sinni. Ári síðar hefur heilinn þegar náð um 50% hennar og um þriggja ára aldur um 80%. Það má því með réttu segja að heilinn verði að mestu til eftir fæðingu barns. Þó hluti heilans mótist af erðum þá er umhverfið líka einstaklega mikilvægt, bæði þegar kemur að stuðningi við heilbrigðan þroska og einnig við að grípa inn í ef um vanda er að ræða. Fyrstu árin er nefnilega lagður grunnur að mörgum mikilvægum þáttum í lífinu, svo sem getunnar til náms, til að mynda heilbrigð sambönd og getu til að stjórna tilfinningum og hegðun.
Þess vegna er mikilvægt að leggja áherslu á fyrstu árin!


Þjónusta við barnaverndir á landsbyggðinni
Starfsfólk barnavernda á landsbyggðinni getur óskað eftir staðgengli til að sinna verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin geta verið af ýmsum toga, svo sem að vera viðstödd könnunarviðtöl eða skýrslutökur fyrir dómi í Barnahúsi eða að hafa umsjón með umgengni kynforeldra við börn sín.
Hverju verkefni fylgir skrifleg samantekt.

Meðferð fyrir börn og foreldra
Meðferð af þessu tagi getur meðal annars nýst fyrir
börn sem:
- hafa orðið hafa fyrir tengslarofi (verið aðskilin þeim sem þau mynduðu geðtengsl við) ss. fósturbörn, ættleidd börn og börn sem koma til kynforeldra sinna eftir fóstur
- sem hafa upplifaða mikið óöryggi og/eða streitu
- eiga erfitt með tilfinningastjórn, ss. börn með skapofsa
foreldra sem:
- eiga erfitt með að mynda tengsl við börnin sín
- sem hafa tekið við barni eftir tengslarof
- eiga börn með krefjandi hegðun/tilfinningar
- takast á við tilfinninga- og eða fíknivanda
- upplifðu tengslarof, erfið tengsl, óöryggi eða ofbeldi í sínum uppvexti
Annað hvort mætir foreldri/foreldrar einir í tíma eða ásamt barninu, allt eftir þeim áskorunum sem tekist er á við hverju sinni. Hver tími er 50 mínútur.

Öryggishringurinn
Öryggishringurinn er námskeið sem hjálpar fullorðnum að lesa í tengslahegðun barna sinna og að mæta þeim á tengslastyrkjandi hátt.
Námskeiðið er fyrir foreldra 0-12 ára barna sem vilja fá betri skilning á tilfinningaheimi barna sinna, ýta undir sjálfstraust þeirra og styðja við getu þeirra til að stjórna tilfinningum sínum.
Hópurinn hittist einu sinni í viku í átta vikur, fer saman yfir ákveðið efni og ræðir um sína reynslu. Næsta námskeið hefst í janúar 2023. Skráning fer fram með tölvupósti á rakelran@gmail.com.
Á heimasíðu Circle of Security International má finna frekari upplýsingar um öryggishringinn.